Líkamstjáning (body language)

Líkamstjáning (body language)

Markmið

Stundum heyrir maður að hið talaða mál sé bara lítið brot af tjáskiptunum okkar! Fjölmargar rannsóknir segja til dæmis að:

  • 55% séu líkamstjáning
  • 35% sé tóntegund/styrkur/talhraði
  • 10% séu orðin sem við raunverulega notum…

Út frá þessu má segja að líkamstjáning sé mjög mikilvæg og þegar viðskipti eru annars vegar þá geti hún hreinlega ráðið úrslitum. En hvað þýðir þetta nákvæmlega? Hvað er verið að tala um varðandi líkamstöður? Flest okkur vitum að ef fólk krosslegur hendur þá eru líkur á að það sé í vörn, ekki telur það upp í 55% er það? Nei svo sannalega ekki, og er þessu náskeiði ætlað að varpa ljósi á allt hitt og setja hlutina í samhengi svo við getum nýt okkur líkamstjáningu betur í leik og starfi.

Meðal þess sem farið er yfir

Sé um stuttan fyrirlestur t.d. 45 til 50 mínútur að ræða þá þyrfti helst að velja áhersluatriði m.v. áheyrendahóp hverju sinni.

Það má flokka fræði líkamstjáningar t.d. eftirfarandi:

  • Á fundum og í samningagerð.
  • Tala fyrir framan annað fólk.
  • Atvinnuviðtalið.
  • Almenn sölumennska.
  • Mismunandi menningarheimar. (það getur verið töluverð skörun á milli landa/menningarheima)
  • (e. mirroring)
  • Samskipti kynjanna.
  • Fyrstu kynni.

Eitt það mikilvægasta ef ekki það mikilvægast í líkamstjáningu eru fyrstu kynni (first impression). Sagt er að við dæmum fólk á fyrstu 5 sekúndunum og við hitum það, fyrstu kynni er því mikilvæg! Þetta atriði, þ.e. fyrstu kynni eru tekin fyrir í öllum útgáfunum hérna að ofan. Farið í hvernig við getum tryggt að fyrstu kynni sé eins og við viljum hafa þau. Einnig kemur inní þetta mikilvægi þess sem er kallað „micro-expressions“ og stýrir því hvort fólk upplifur okkur einlæg í því sem við erum að segja eða ekki!

Fyrir ekki svo löngu var ekkert talað mál hjá okkur mannskepnunni, þar til talaða málið kom fram treystum við eingöngu á líkamstjáningu! Hún vill oft gleymast í okkar nútíma tæknivædda heimi (snjallsímar og tölvupóstur ofl.) og í daglegu lífi. Samt sem áður byggjum við svo mikið á líkamstjáningunni, við bara áttum okkur ekki á því, þar sem mest af túlkun er ómeðvituð. Hvernig þú lítur út þegar þú talar, ekki orðin sem þú raunverulega notar sem ráða niðurstöðum tjáskiptanna!

Helsti ávinningur af fyrirlestrinum

  • Nærð betri og nánari tengslum við fólk.
  • Bætir alla þína framkomu, bæði á fundum, kynningum og í almennum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsfélaga og fjölskyldu.
  • Dregur úr átökum og ágreining á vinnustað.
  • Vandaðri framkoma og betri skilningur á samskiptum fólks. Einnig getum við betur lesið í framkomu annarra og skilið betur hvað fólk er raunverulega að meina með orðunum sem það notar.

Lengd

Lengd fyrirlestrar ein klukkustund.

Fyrir hverja

Námskeiðið nýtist öllum, en sérstaklega þeim sem sinna stjórnun, þjónustu og sölumennsku innan fyrirtækja.