Þjónustuleiðtoginn
Markmið
Að þátttakendur átti sig á því hvað það felur í sér að tileinka sér stjórnunarkenningar þjónustuleiðtogans.
Meðal þess sem farið er yfir
- Hvað er að vera „þjónustuleiðtogi“?
- Hvers vegna eru stjórnunarkenningar þjónustuleiðtogans vinsælastar allra stjónunarkenninga þessa stundina?
- Er hægt að vera öflugur leiðtogi og líta jafnframt á sig sem þjón fólksins sem verið er að stjórna?
- Hvað einkennir helst þjónustuleiðtogann?
- Hvernig er hlutverk þjónustuleiðtogans frábrugðið öðrum stjórnunarstílum?
- Eru þjónusta og forysta andstæð hugtök?
- Farið verður yfir helstu eiginleika sem þjónustuleiðtoginn þarf að búa yfir eða styrkja sig í.
- Geta allir tileinkað sér stjórnunarstíl þjónustuleiðtogans?
- Hvers vegna eiga kenningar þjónustuleiðtogans sérlega vel við á Íslandi í dag?
Helsti ávinningur af námskeiðinu
- Ný sýn á stjórnun.
- Öflugri stjórnendur.
- Meiri stafsánægja.
- Innsýn í eigin stjórnunarstíl.
- Skilningur á muninum á stjórnanda og leiðtoga.
- Læra að tileinka sér aðferðir leiðtoga við stjórnun.
Lengd
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg.
Fyrir hverja
Alla þá sem hafa með mannaforráð að gera, svo sem yfirmenn og stjórnendur fyrirtækja, ráðuneyta eða stofnana.