HVAÐ ER MARKÞJÁLFUN?


Kraftur þess að það sé tekið eftir þér, það sé hlustað á þig og þú skilinn (The power in Being Seen, Heard and Understood)

Markþjálfun er trúnaðarsamvinna markþjálfa og þín þar sem áherslan er á að þú eigir auðveldara með að gera þér grein fyrir því sem þú vilt.

Markþjálfun er leið til að laða fram það besta í fólki. Henni er hægt að beita á ýmsa vegu bæði tengt vinnu og einkalífi. „Executive coaching“ hefur verið nefnd stjórnendaþjálfun eða stjórnendaráðgjöf á íslensku og miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda. Í „life coaching“ eða lífþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einkalífinu.

„Ég trú því að allir geti og hafi þann styrk sem til þarf til að láta drauma sína rætast, það eina sem þarf að gera er að spyrja réttu spurninganna. Spurningarnar framkalla þær tilfinningar sem koma okkur af stað til að lifa lífinu sem okkur hefur dreymt um að lifa.“

Hvað markþjálfun er og er ekki:


  • Það er faglegt samband byggt á trausti og trúnaði
  • Hjálpar þér að ná framúrskarandi árangri í þínu lífi, starfsframa og (career and business)
  • Í vinnuferlinu sem við förum í gegnum í markþjálfun muntu dýpka þekkingu þína, bæta framistöðu þína og auka lífsgæðin
  • Ekki bein afskipti eða að reyna að sveigja aðra að dagskrá markþjálfans
  • Ekki að hafa öll svörin og lausnirnar við vandamálum annara
  • Ekki að dæma annað fólk
  • Ekki ráðjöf eða meðferð