Heilsan

Hérna eru ýmis konar heilsutengdir fyrirlestrar sem henta t.d. mjög vel fyrir starfsdaga og að sjálfsögðu þegar sérstakt heilsuátak er í gangi og eða í heilsuátökin í byrjun janúar. 

Hver fyrirlestur er 45 til 50 mínútur auk umræðna í lokin – heildar lengd er því um 60 mínútur.  Allir fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að vera á léttu nótunum þar sem hressleikinn ræður ríkjum.

Auk þess er alltaf hægt, ef þið hafið áhuga, að velja saman þá punkta sem þið hafið mestan áhuga á og með því „klæðskerasníða“ fyrirlestur að ykkur þörfum eða fyrirlestur um það sem þið hafið mestan áhuga á.