Er árangur af markþjálfun?


Ýmsar rannsóknir hafa verið framkvæmdar og niðurstöður lagðar fram varðandi notagildi markþjálfunar og þann árangur sem hlotist getur af notkun hennar. Má þar til að mynda nefna rannsókn Alþjóðasamtaka markþjálfa á markþjálfun og markþjálfunarþegum þar sem að niðurstöður sýndu að einstaklingar sem nýta eða hafa nýtt sér þjónustu markþjálfa, hagnist verulega á fjárfestingu sinni, eða að meðaltali 3,44 sinnum upprunalega fjárfestingu. Sömu sögu er að segja af fyrirtækjum og stofnunum sem græða að meðaltali sjöfalda upprunalega fjárfestingu. Stór hluti markþjálfunarþega sömu rannsóknar, eða 82,7%, sögðust jafnframt vera afar ánægð með upplifun sína af markþjálfun. Enn fremur má nefna rannsókn Olivero, Bane og Kopelman (1997) sem sýndi 88% aukningu á framleiðni meðal stjórnenda eftir að hafa notið 2 mánaða markþjálfunar (Feldman & Lankau, 2005; International Coach Federation 2009

Sjá einnig hér: