MARKÞJÁLFUN HJÁ TAKMARKALAUSU LÍFI


Ásgeir Jónsson rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila. Ásgeir hefur lokið MBA námi með áherslu á mannauðsstjórnun, iðnrekstrarfræði af rekstrarsviði, B.Sc. gráðu í vörustjórnun (logistics) frá Háskólanum í Reykjavík auk skipstjórnarnáms.  Ásgeir er með NLP Practitioner gráðu frá BrUen og er alþjóðlega vottaður markþjálfi (Coach) frá Háskólanum í Reykjavík (CEG Core Essentials Graduate)

Ásgeir starfaði hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni í 12 ár og sinnti þar ýmsum störfum, meðal annars sem yfirmaður dreifingar, framkvæmdastjóri vörustjórnunar og framkvæmdastjóri tæknisviðs. Ásgeir hefur einnig starfað sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Ásgeir hefur látið drauma mína rætast á mörgum sviðum og náð mörgum af sínum markmiðum. Hann hefur klifið fimm fjöll af þeim sjö sem teljast hæstu fjöll hverrar heimsálfu og var fyrstur Íslendinga til að klífa hið alræmda fjall „Carstensz Pyramid“ (Mt. Puncak Jaya) í Papúa Nýju-Gíneu, en það er hæsta fjall Eyjaálfu. Auk þessa hefur hann klifið Elbru í Rússlandi, hæsta fjall Evrópu, Kilimajaro, hæsta fjall Afríku, Aconcagua, hæsta fjall Suður Ameríku, Denali, hæsta fjall Norður Ameríku og Mt. Blanc, sem er hæsta fjall Vestur-Evrópu.

Ásgeir hefur klárað tvær IronMan keppnir, hlaupið Laugaveginn tvisvar sinnum og tekið þátt bæði í New York- og Reykjavíkurmaraþoni.

Hann hefur lokið meistaranámi í viðskiptum, skipstjórnarnámi, unnið á hjálparsíma Rauða krossins, stundað sjósund og yoga, prófað köfun, rafting, fallhlífarstökk og margt, margt fleira.