MARKÞJÁLFUN FYRIR EINSTAKLINGA


  • Til að öðlast skýrleika á líf sitt
  • Hjálpar fólki að ganga í gegnum umbreytingarferli
  • Fólk sem vill taka alvarlega sín markmið og sýn á lífið
  • Öruggan stað til að koma stjórn á hugsanir sínar og að hugsa upphátt
  • Tími til að áætla og skipuleggja framtíðina

Markþjálfun gefur fólki tækifæri á að skoða sjálft sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með annarri manneskju sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Það er þroskandi, lærdómsríkt og skemmtilegt. Markþjálfun hjálpar einstaklingi að ná betri árangri í starfi, bæta samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi, ná markmiðum og auka lífshamingju.