TAKMARKALAUST LÍF ER . . .

Takmarkalaust líf er líf sem allir geta lifað. Það er líf sem við lifum án ótta, fordóma og annarra þátta sem draga úr okkur máttinn. Við látum ekki segja okkur að eitthvað sé ekki hægt.

Þetta er líf án takmarkana þar sem við látum drauma okkar rætast hvort sem það eru draumar sem fela í sér líkamlegar eða andlegar áskoranir.

Okkur eru engin takmörk sett sem við getum ekki sjálf breytt með viðhorfi okkar. Með jákvæðu hugarfari og framkvæmd eru okkur allir vegir færir.