SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

Það er yfirlýstur vilji fyrirtækisins Takmarkalaust Líf ehf. að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem tekur tillit til umhverfisins og samfélagsins þegar ákvarðanir eru teknar og tekur ábyrgð á þeim áhrifum sem ákvarðanir og starfsemi þess kunna að hafa.

Takmarkalaust Líf tekur reglulega þátt í að styrkja góðgerðarmálefni eins og ABC barnahjálp, Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og Krabbameinsfélag Íslands.

Orð Ralph Waldo Emerson eiga sérstaklega vel við hér:

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum ekki að velja á milli að hjálpa okkur eða hjálpa öðrum! Það er eitt fallegasta framlag þessa lífs að enginn getur hjálpað öðrum af einlægni án þess að hjálpa sjálfum sér. Að hjálpa sjálfum sér og hjálpa öðrum er óhjákvæmilega samtvinnað: Því meir sem við hjálpum öðrum, því hamingjusamari verðum við, og því hamingjusamari sem við verðum, því staðráðnari verðum við í að hjálpa öðrum“.