KILIMANJARO


Á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, fór Ásgeir í byrjun september 2007 ásamt hópi stráka frá Íslandi. Háfjallaveiki gerði vart við sig í hópnum og urðu tveir úr hópnum frá að hverfa þegar einungis voru um 200 hæðarmetrar eftir. Hins vegar var þetta frábært ferðalag í alla staði og skörtuðu sléttur Afríku sínu fegursta þegar sólin kom upp yfir gresjurnar þegar Ásgeir stóð á toppnum í morgunsárið.

Myndir