Carstensz Piramid


Á Carstensz Pyramid, hæsta fjall Eyjaálfu, fór Ásgeir í október 2007. Þetta alræmda fjall stóð undir væntingum, þar sem það að komast í grunnbúðir er hættuför. Hægt er að fara um frumskóg og eiga þá á hættu að lenda í mannætuárásum eða dulbúast sem námueftirlitsmenn og múta manni og öðrum til að komast í gegnum stærstu gull og koparnámu veraldar. Ásgeir og hans hópur valdi að fara í gegnum námuna og var það mikil hættuför! Fjallið sjálft er síðan það erfiðasta af fjöllunum sjö hvað varðar tæknilega hlutann þar sem klífa þarf 600 metra lóðréttan klettavegg. Í dag er Ásgeir eini Íslendingurinn sem hefur klifið þetta fjall.

Myndir