Aconcagua


Á Aconcagua, hæsta fjall Suður Ameríku, fór Ásgeir í janúar 2012 ásamt Sigga vini sínum og Katelyn sem er hundvanur klettaklifrari frá Kanada. Ferðin gekk vel í alla staði. Þó fékk Katelyn háfjallaveiki daginn sem við ætluðum á toppinn og varð Siggi að snúa við og fara með henni niður í efstu búðir í 5.500 metra hæð og svo alla leið í grunnbúðir í 3.600 hæð svo hún gæti jafnað sig. Ásgeir var því einn toppdaginn og þrátt fyrir mikinn snjó hafðist þetta að lokum. Toppnum var náð og útsýnið var stórbrotið. Öll Andersfjöllin blöstu við, það sást yfir til Chile og út á Kyrrahafið. Einstök stund.

Myndir