ESJAN - INSPIRED BY ICELAND


Sem hluti af því að vera stanslaust að prufa nýja hluti og kynnast nýju fólki tók Ásgeir þátt í hinu frábæra markaðsátaki „Inspired by Iceland“ og varð Esjuganga fyrir valinu.
Þátttakan var mjög góð, 6 útlendingar skráðu sig til leiks. Veðrið var þannig að líklega hefði verið betra að snúa við a.m.k. við steininn. Þetta var hins vegar magnaður hópur og allir vildu klára verkefnið og fara á toppinn, sem var og gert enda magnaður hópur þarna á ferðinni:-)
Veðrið var sérstaklega slæmt á leiðinni niður og var skyggnið sama og ekkert! Gangan upp og niður tók rúma 5 tíma.

Myndir