Öllum vopnum beitt
VR og Takmarkalaust Líf kynna námskeiðið Öllum vopnum beitt - í leit að nýju starfi
Fyrirkomulag námskeiðs:
Notaðar verðar þekktar aðferðir í bland við nýjar og frumlegar aðferðir. Námskeiðið gerir mikið út á hópavinnu og styrk hópsins til að styðja hvern og einn við að ná sínu markmiði. "Öllum vopnum beitt" er eins og nafnið gefur til kynna kröftugt námskeið sem notar öflugar aðferðir til að ná fram markmiði sínu, að koma þér til starfa á ný
- Námskeiðið er haldið í húsnæði VR, 0. hæð
- Námskeiðið er í 6 skipti, þrír tímar í senn
Yfirlit módúla – Vopnaskak
- Vika 1: Sjálfsþekking, hver ert þú og hvað vilt þú?
- Vika 2: Markmiðasetning og tengslanet
- Vika 3: Hugarfarsbreyting til framkvæmda
- Vika 4: Öflugri atvinnuleit
- Vika 5: Hvað stoppar okkur?
- Vika 6: Sjálfstraust, hvatning og viðhorf
Helsti ávinningur af námskeiðinu:
Hver og einn þáttakandi hafi unnið eftirfarandi og eigi:
- Framtíðarsýn/stefnuyfirlýsingu
- Forgangsröðuð eigin gildi
- Niðurskrifuð markmið
- Markmið á alla þætti lífshjólsins
- Aðgerðaráætlun
Inntökukrafa námskeiðsins
- Að vera samþykktur inn á atvinnuleysisbætur
- Að vera í þjónustu STARFs hjá VR
- Að hafa ekki þegið námsstyrk á haustmisseri frá VR
- Að hafa ekki sótt frítt námskeið á haustmisseri á vegum VR