Hvar finnum við hamingjuna?
Markmið:
Hvað er mikilvægara í lífinu en hamingjan? Hvað eyðum við svo miklum tíma í það sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm? Fyrirlestrinum er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hvaðan hamingjan kemur og hvernig við förum að því að auka hamingjuna í lífi okkar.
Meðal þess sem farið verður yfir:
- Hvaðan kemur hamingjan?
- Hvað stýrir hamingjunni?
- Hvað eru sældarhyggja og nautnaaðlögun þegar hamingja er annars vegar?
- Hvernig tengjast hamingjan og það að hafa tilgang í lífinu?
- Hvað hindrar okkur helst í því að vera hamingjusöm?
- Hvernig getum við aukið hamingjuna?
- Hvað veitir okkur langvarandi hamingju?
- Getum við keypt okkur hamingju?
- Hvort vilt þú frekar vinna í lottói eða lenda í bílslysi?
- Fólk segir stundum, „Ég vil vera hamingjusamari ef ég þarf ekki að breyta því hvernig ég hugsa!“ Getur þetta gengið upp?
- Hvaða merkingu gæti orðatiltækið „að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann“ haft í leit okkar að hamingjunni?
- John Lennon sagði: “When I went to school, they asked me what I wanted to be when I grow up. I wrote down ‘happy.’ They told me I didn’t understand the assignment, and I told them they didn’t understand life.”
Helsti ávinningur af námskeiðinu:
- Að þátttakendur átti sig á því hvað getur gefið hamingju og hvað ekki
- Skoðum nokkrar einfaldar leiðir til að auka hamingju okkar enn frekar
- Aukin hæfni í að takast á við mótlæti
- Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina
Lengd:
Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.
Fyrir hverja:
Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.