Jafnvægi starfs og einkalífs

Markmið:

Að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að sem best jafnvægi ríki milli vinnu og einkalífs og hvernig megi ná tökum á þessum þáttum með nokkrum einföldum skrefum og verkefnum.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Að okkur líði betur með vinnu og einkalíf í jafnvægi, sem stuðlar að jákvæðara viðhorfi til beggja þátta.
 • Að við gerum okkur grein fyrir hver hefur mest um það að segja að við náum árangri í þessu verkefni. Er það vinnustaðurinn eða einstaklingurinn sjálfur?
 • Er stress slæmt eða lífsnauðsynlegt? Er til stress sem hefur jákvæð og eða neikvæð áhrif á okkur? Veltum fyrir okkur hvernig við getum nýtt okkur „jákvæða“ stressið sem best og unnið með eða losað okkur við „neikvæða“ stressið.
 • Veltum fyrir okkur hver eru góð eða slæm viðbrögð við stressi.
 • Settu súrefnisgrímuna á þig fyrst, svo á barnið! Hvað þýðir það í okkar „daglega“ lífi?
 • Ert þú skipstjóri eða flöskuskeyti? „Er það stærsta eða mikilvægasta ákvörðun okkar hvernig við ráðstöfum tíma okkar?“
 • Verkefnavinna: Endum á að hver og einn fær verkefnablað þar sem hann velur sér þau verkefni sem hann telur sig helst þurfa á að halda. Verkefnablaðið heitir: „Jafnvægi starfs og einkalífs - öll trikkin í bókinni.“
 • Verkefnastöðu má líkja við stundaglas, það er alveg sama hversu mikið þú hristir stundaglasið, það fer aðeins eitt sandkorn í einu í gegn.

  Helsti ávinningur af námskeiðinu:

  • Ánægðara starfsfólk þar sem togstreita á milli vinnu og einkalífs hefur minnkað til mikilla muna.
  • Aukinn persónulegur styrkur og hæfni í að takast á við mótlæti.
  • Að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina á sínum vinnustað og heimafyrir.
  • Að þátttakendur sjái hvernig oft er hægt að snúa erfiðri stöðu sér í hag.

  Lengd:

  Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund. Varðandi námskeiðið, þá er lengdin á því 2 til 3 tímar, útfærist nánar með viðkomandi fyrirtæki.

  Fyrir hverja og hvenær:

  Hentar t.d. mjög vel fyrir starfsdaga og að sjálfsögðu þegar sérstakt heilsuátak er í gangi og eða fyrir heilsuátökin í byrjun janúar.