Hvernig tökum við ákvarðanir

Markmið:

Markmið þessa fyrirlestrar er að varpa ljósi á hvaða hugsanaskekkjur við erum helst að kljást við í okkar daglega lífi. Einnig er farið yfir það hvernig aukin þekking á okkar helstu hugsanaskekkjum hjálpar okkur að hámarka rétta ákvarðanatöku.

Meðal þess sem farið verður yfir:

 • Helstu hugsanaskekkjur (cognitive bias) skoðaðar, t.d. “Availability bias”, Confirmation bias”, “Normalcy Bias“, “Priming effect“, „Anchoring“, “Hindsight Bias” og “The Dunning-Kruger Effect”
 • Erum við ekki skynsamar, rökréttar verur sem sjá heiminn eins og hann er eða hvað?
 • Höfum við tilhneiging til að samþykkja upplýsingar sem styðja okkar trú en forðast upplýsingar sem ganga gegn sannfæringu okkar?
 • Gerir heilinn ekki greinarmun á raunveruleika og ímyndun?
 • Getur verið að það sem er kallað „Priming effect“ hafi áhrif á ákvarðanatöku?
 • Hvaða hugsanaskekkja er kölluð „Moses effect“
 • Hvaða þáttur var ráðandi hjá dómurum í Ísrael þegar þeir voru að taka ákvarðanir um reynslulausn?
 • Hvernig tengist ákvarðanataka sjálfsþekkingu?
 • Hvað eru „fyrirmyndir sem forma ákvarðanir“ og hvernig tengist það réttri ákvarðanatöku?
 • Getur verið að seinustu tveir tölustafirnir í kennitölunni þinni hafi áhrif á hvað þú ert tilbúinn að borga fyrir rauðvínsflösku?
 • Eru 10.000 kr alltaf bara 10.000 kr?

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Að læra að þekkja helstu hugsanaskekkjur og hvernig er best að eiga við þær
 • Aukið sjálfstraust með réttari ákvarðanatöku
 • Betri innsýn í eigin hugsanir
 • Aukinn persónulegur styrkur
 • Aukin hæfni til „réttrar“ ákvarðanatöku

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund með umræðum í lokin.

Fyrir hverja:

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða deildir innan fyrirtækja eða stofnana þegar haldinn er starfsdagur. Hentar einnig vel til að brjóta aðeins upp daginn og koma með nýja og ferska vinda inn á vinnustaðinn.