FUNDARSTJÓRNUN

Markmið:

Að fundir verði markvissir og að tíma allra fundarmanna sé sem best varið.

Meðal þess sem farið verður yfir:

Áætlað er að um 10 til 25% af vinnutíma starfsmanna fari í fundarsetu. Stjórnendur verja meira en 50% af vinnutímanum í fundi af einhverjum toga og sumir allt að 100%.

Tíminn og þar af leiðandi kostnaðurinn við fundahöld er því töluverður og margir fundanna gætu verið markvissari. Einkenni lélegra funda eru m.a.:

 • Markmiðin eru ekki skýr (er um að ræða upplýsingafund, hugarflugsfund eða fund þar sem þarf að taka ákvarðanir?)
 • Fundarmenn eru of margir eða of fáir
 • Ekki „rétta” fólkið boðað á fundinn
 • Ekki allir fundarmenn eru viðstaddir
 • Það vantar dagskrá eða ekki er farið eftir henni
 • Engar skýrar tímasetningar á dagskrárliðum
 • Fundarmenn eru illa undirbúnir
 • Fundurinn byrjar eða endar of seint
 • Engin ákvörðun eða niðurstaða á fundinum

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

 • Markvissari notkun funda
 • Aukin hæfni til fundarstjórnunar
 • Betri nýting á fundartíma og aukin afköst fundarmanna
 • Minni kostnaður vegna illa skipulagðra eða óþarfra funda
 • Betri samskipti og miðlun upplýsinga
 • Að tryggja framkvæmd þess sem var ákveðið á fundinum

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnanir þar sem stór hluti af tíma starfsmanna fer í fundasetur.