FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, HVERNIG?

Markmið:

Að þátttakendur átti sig á því hvaðan góð þjónusta kemur og séu meðvitaðir um hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað til hægt sé að veita framúrskarandi þjónustu

Meðal þess sem farið verður yfir:

  • Að þátttakendur verði meðvitaðir um hvað það er að veita góða þjónustu og hvað sé það mikilvægasta þegar góð þjónusta er annars vegar
  • Hvað þýðir að veita góða þjónustu?
  • Hvað er þjónusta sem fer framúr væntingum viðskiptavinarins?
  • Er þjónusta allmennt góð á Íslandi?
  • Vilja allir góða þjónustu?
  • Hver er grunnurinn að því að fólk geti veitt framúrskarandi þjónustu?
  • Er hægt að tala um ,,win-win“ aðstöðu, þegar sá sem veitir þjónustu og sá sem tekur við henni eru annars vegar

Helsti ávinningur af námskeiðinu:

  • Ánægðari viðskiptavinir
  • Ánægðara starfsfólk
  • Starfsfólk áttar sig betur á því hvað framúrskarandi þjónusta getur gert fyrir fyrirtækið sem það vinnur fyrir

Lengd:

Lengd fyrirlestrar er ein klukkustund en námskeiðsins breytileg. Hafið endilega samband varðandi lengd á námskeiðinu.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar öllum þeim þjónustuaðilum sem vilja veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Þetta námskeið getur því hentaði fyrirtækjum, stofnunum og skólum svo dæmi séu tekin.