FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ

 

Öll erum við með hæfileika á einhverjum sviðum, það sem skiptir máli er að finna þá og virkja.

Hæfileikar Ásgeirs liggja í því að hvetja fólk og benda því á hvað hægt er að gera með því einu að breyta viðhorfi sínu. Það sem gefur honum tilgang er að hjálpa og hvetja fólk til dáða og benda því á hvað það eitt að breyta viðhorfi sínu hefur áhrif til betra lífs fyrir það sjálft og ekki síst alla þá sem umgangast það.

Séu óskir um önnur námskeið en hér eru á síðunni, sem þá tengjast á einhvern hátt því sem verið er að bjóða uppá, ekki hika við að hafa samband. Góðar áskoranir eru alltaf mjög freistandi fyrir Takmarkalaust Líf og í raun mjög æskilegar.

Rauði þráðurinn í þeim námskeiðum og fyrirlestrum sem Takmarkalaust Líf býður upp á eru jákvætt viðhorf þar sem mikil áhersla er lögð á uppbyggilega nálgun í öllum mannlegum samskiptum.

Allir fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að vera á léttu nótunum þar sem hressleikinn ræður ríkjum.